http://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 872 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 19:56

Mitt annað Íslandsmót

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
rss
Mitt annað Íslandsmót
  Icearel, Nov 10 2011

Langar að segja frá mótinu út frá mínum sjónarhorni.

Þetta er annað skiptið sem ég tek þátt í Íslandsmeistaramótinu í póker. Í fyrra sattaði ég mig inn og komst á dag 2 og datt þá út, sem er náttúrulega alltaf markmið nr. 2. Markmið nr. 1 er að detta ekki fyrstur út

Mótið í ár var virkilega skemmtilegt með öflugum spilurum.

Dagur 1
Á mínu borði voru Íslandsmeistarinn, Stefán Arngríms, Hlynur Sverrisson, Hrafnhildur og fjórir aðrir hressir gaurar. Það var mjög líflegt á borðinu okkar, Rut var díler og var að gefa frá sér gríðarlega góða strauma, allavega til mín. Eftir fyrsta daginn hafði ég fengið 5 sinnum AA, 3 KK, 2 QQ ásamt fullt af fleiri góðum pörum fyrir utan AK, AQ sem komu einnig nokkrum sinnum . Merkilegasta hendin þennan daginn var klárlega hendi mótsins hjá mér 88. Preflop action var UTG raisar í 400 í 75/150, ég UTG+1 set í 1200 og BB setur í 3200, UTG foldar og ég flatta. Floppið kemur Q108. BB bettar 5300, ég re-raisa í 15300 og BB fer all-in. Ef ég kalla þá er það fyrir allan stakkinn, sem var þá avg, eða 30K. Á þessum tímapunkti hugsaði ég fjórar mögulegar hendur hjá BB, AA, KK, QQ og 1010, eftir á að hyggja var ekki séns að hann væri með 1010 miðað við preflop action og ef ég hefði fattað það, hefði ég ekki tankað svona lengi En á endanum kallaði ég og hann sýnir AA og settið mitt hélt Já 88 koma meira við sögu í mótinu hjá mér.

Það kom nýr díler við borðið og ég var ekki sáttur við það , þar sem Rut hafði verið að gefa mér þvílík kort fram að skiptum. Nýji dílerinn var glæný og óvön, Brynja að nafni að mig minnir. Hún var mjög lífleg og skemmtileg og tjáði okkur við borðið, okkur til mikillar skemmtunar hvaðan hún væri. Hún er sem sagt frá Ísafirði og á ættir sínar að rekja til Snæfellsnes ásamt því að í hennar ætt er lengsti mældi lærleggur Íslands já ekki leiðinlegar upplýsingar það frá þessum upprennandi og efnilega gjafara. Hún stóð sig ekki síður en Rut í að gefa kort til mín ásamt því að skapa skemmtilega stemmningu við borðið, kann ég þeim státum miklar þakkir fyrir þeirra þátt í mínum stafla
Það skemmdi svo ekki fyrir að á borðið kom einn besti pókerspilari landsins, Steini frændi aka WeirdAl. Þá var ekki minnan hlegið og grínast við borðið.
Hlynur Sverrisson var á þessu borði lungan af deginum og var mjög áhugavert að spila við hann. Gaf lítið af sér, var mjög tight og gríðarlega erfitt að lesa hann. Mjög efnilegur spilari á ferðinni frá Akureyri.
Eftir dag eitt var ég með 105K og nokkuð sáttur bara við daginn, vel spilað og búinn að runna vel, nú var bara að koma sér í bjórinn

Dagur 2
Fer á borð með góðum köppum, Valgeiri, Jóhanni, Kristni, Andrési, Steinari, Davíð“Dadda“, Gunnari Erni og Dabba Rú. Þetta var ekki síður skemmtilegt borð en á degi 2, enda ekki annað hægt þegar Dabbi Rú er við borðið Hann mætti svaka ferskur við borðið og mætti halda að hann hefði verið í margra klukkutíma fegurðarblundi Mér til mikillar hamingju var Rut á mínu borði en það varði þó ekki lengi, Brynja kom einnig við á borðinu mínu en aftur því miður var það ekki lengi.
Helstu hendurnar á þessu borði voru rimmurnar milli mín og Andrésar(sat mér á hægri hönd). Ein skemmtileg hendi gerist þegar blindurnar eru í 300/600, þá snapkalla ég raise frá Andrési upp á 1800, þegar ég er í BB með 78s. Borðið kemur 6h8d9h. Andrés bettar 2600 og ég snapkalla. Turn kemur blank og Andrés raisar(man ekki alveg upphæðina) og ég snapkalla. River kemur 10 og Andrés bettar(man ekki alveg upphæðina) og ég re-raisa strax 15000 betur og Andrés kallar og ég sýni röð og Andrés muckar Kannski klukkutíma síðar limpa ég inn með AA(í níunda skiptið í mótinu) UTG og fold til Andrésar sem checkar í BB. Floppið kemur 109x og Andrés bettar og ég re-raisa og hann kallar. Turn x og Andrés checkar og ég betta og kall. Potturinn var líklega kominn í ca. 25K. River hjálpaði engum og Andrés bettar og ég repoppa og Andrésa kallar og ég sýni honum AA, hann sýnir 10 fyrir hæsta par og er ekki ánægður með mig. Potturinn var um 60K. Þarna var Andrés orðinn frekar fúll út í mig og heimtaði peningana aftur, not gonna happen Stuttu síðar er hann færður.

Eins og ég segi, þá var þetta skemmtilegt borð, Daddi var reyndar frekar sybbinn og geyspaði heil ósköp allan daginn. Það gerðist svo ekki mikið meira, nema Guðmundur Auðun var kominn á borðið og hafði farið all-in, ég lít niður á AA og kalla. Hann var með 99 og turnaði eða riveraði 9
Þennan dag var svoldið jojo-tímabil en endaði stakkinn í 218,5K, eða 100K upp eftir daginn.

Dagur 3
Það var rosalegt action strax í byrjun. Sat á borði með Sævari, Eiríki, Þórhalli, Valtý, Kristni, Örvari, Antoni og vini mínum honum Andrési Við byrjum kl 13 og maður út eftir 9 mínútur. Eftir hálftíma leik þá lít ég niður á 88. Sævar limpar og annar kallar. Ég hækka upp í 11K og Sævar shippar 55K betur, fold og ég kalla. Sævar með Ako og flop er blank, 8 á river og Sævar út
Næsta hönd á eftir, þá lít ég aftur niður á 88, raise-a og Anton fer all-in(líklega í 10 skiptið sem hann fór í all-in showdown í þessu móti). Hann var með AA og ég hitti settið aftur og Anton dottin út
Ég var svo færður á annað borð, þar var Hlynur, Kjarri, Ragnheiður, Steinar, Guðmundur Auðun sem ég man eftir, Andrés fylgdi mér eins og skugginn og kom fljótlega líka, enda vildi hann fá chipsana sína aftur, but aint gonna happen
Á þessu borði ákvað ég að gefa peningana mína til Kjarra og Hlyns(að mig minnir). Hlynur fór all-in og ég taldi mig vera að fara í coin-flip við hann og kallaði með Aj, þar sem ég kallaði hann fyrir 1/5 af mínum stakki, hann var með AQo sem hélt Síðar kom legendary moment milli mín og Kjarra. Ég hækka í 11K, Kjarri er á button og segir að hann sé orðinn pirraður á þessu drasli og fer all-in. Ég bið um talningu og spyr hann svo hvort hann sé sterkur, hann var fljótur til og svarar: „70 í bekk“, ég segi: „það er nú ekki mikið“, þá segir Kjarri: „en ég er ríkur“ – frábært moment. Eftir smá umhugsun ákveð ég að kalla hann með JJ. Kjarri sýnir þá QQ, lendir svo Q á floppi og ég tapaði 1/3 af stakknum mínum
Mér tókst að spila eina flotta hendi við Raghneiði. Ég var með A9o UTG+1. Ég limpa og SB kallar og BB(Ragnheiður) checkar. Flopp kemur A55 og þau checka bæði. Ég betta 6K og þau kalla bæði. Turn kemur blank og þau checka og ég checka líka. River kemur A og ég með fullt hús. SB checkar og Ragnheiður bettar 15K, ég tanka svoldið og ætlaði að taka stuldarmove og fór all-in, 125K betur. Ragnheiður tankaði lengi og foldaði svo. Sagði svo síðar að hún hefði verið með 5 par á hendi, leiðrétti það svo og sagði að hún hefði bara verið með eina 5. Hefði alveg mátt kalla mig blessunin

Eftir sameiningu á tvö borð tók ég eina hendi á móti Eiríki, þar sem hann fór all-in fyrir 90K, ég var þá búinn að ná mér uppí um 200K. Hann var með Ako og ég með AQs. AK hélt og hann double up og ég kriplaður Um klukkutíma síðar og kominn í slæm mál, fór ég tvisvar all-in en ekkert kall og í þriðja skiptið fór ég all-in eftir hækkun hjá Erni í Cut-off, ég var þá í BB, enda leit ég niður á 88 og þær höfðu aldrei klikkaði í mótinu En Örn sýndi AA og þeir héldu Ég út í 15. sæti og gríðarlega ánægður með spilamennskuna allt mótið, auðvitað koma hendur sem maður hugsar að maður hefði getað gert betur, en í heildina mjög sáttur, skemmtilegt mót, flott fyrirkomulag og gott skipulag

Nú er bara að vona að Örn taki þetta niður, enda á hann ca. mína chipsa eftir til að vinna mótið, en ég flaug út úr mótinu með sæmd

Að öðru, þá fannst mér maturinn á hótelinu engan veginn nógu góður og þetta hlaðborð ekki upp á marga fiska, fékk í magann eins og fleiri greinilega. Þetta er eitthvað sem verður að laga fyrir næsta mót.

Stjórn PSÍ og aðrir sem aðstoðuðu við mótið fá mikla þakkir fyrir frábæra umgjörð og mótaskipulagninu. Það væri gaman á næsta móti ef það yrði samt ekki bara fjallað um vini fréttaritara Sé alveg fyrir mér að hægt væri að segja frá chip leaderum eftir dag eitt og dag tvö, svo ekki sé minnst á umfjöllun um chipleadera á lokadegi og þegar kannski fjögur borð eru eftir. Gæti haft jákvæð áhrif á þá sem fylgjast með mótinu á þessari annars frábæru síðu 52.is.


kveðja,
Arnar Björnsson0 votes

Athugasemdir (12)


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir